MS Lifter kom til hafnar á Akureyri í nótt fulllestað af áburði og tækjum og vélum fyrir Búvís. Skipið hafði tafist vegna veðurs en skilaði sér á áfanga stað í nótt eins og áður segir.

Um borð eru nokkur þúsund tonn af áburði sem verður landað á Sauðárkróki, Þórshöfn og Reyðarfirði auk Akureyra. Bændur í áburðarviðskiptum við Búvís mega því eiga von á sinni sendingu innan nokkurra daga.

Um borð eru einnig vagnar frá Palmse og Ferrel, bílakerrur frá TIKI, garðhús, herfi, sláttuvélar og rakstravélar frá Samasz, tætarar og fleira sem verður til sölu hjá Búvís.

Það er alltaf spenningur fyrir „vorskipinu“ því með því að nýta ferðina með áburðinn getur Búvís boðið sínum viðskiptavinum góð verð.

Mynd tekin á bryggjunni í morgun þegar löndun úr Lifter var hafin

Related Posts